Ungmennaráð, tillögur 2020 - 9. Jafnréttisstefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3547
4. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
9. liður úr fundargerð bæjarstjórnar 27. maí sl.
Jafnréttisfræðsla Ungmennaráð leggur til að jafnréttisfræðsla verði efld í grunnskólum Hafnarfjarðar. Samþykkt samhljóða að vísa málinu til bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð fer með yfirumsjón jafnréttismála í bæjarfélaginu. Þeir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sammála um mikilvægi þess að fræða nemendur um jafnrétti kynjanna og að undirbúa einstaklinga fyrir þátttöku í fjölskyldu- og atvinnulífi. Bæjarráð vísar tillögunni til fræðsluráðs til frekari úrvinnslu. Bæjarráð, sem jafnréttisráð, óskar jafnframt eftir minnisblaði frá mennta- og lýðheilsusviði um leið og ákvörðun um aðgerðir liggja fyrir um eflingu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar og hvernig jafnréttisfræðslu er nú sinnt.