Samgöngusáttmáli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3554
27. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur hjá SSH mæta til fundarins. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra SSH, þar sem fram kemur tillaga um að bæjarráð samþykki að Hafnarfjarðarkaupstaður taki þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Garðabæjar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggi félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 128.817,- í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í félaginu eða 3,22%. Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Hafnarfjarðarkaupstaður innir af hendi kr. 128.817,- með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess. Þá er til samræmis við framangreint lagt til að bæjarráð samþykki stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl, og feli bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Svar

Bæjarráð samþykkir að Hafnarfjarðarkaupstaður taki þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Garðabæjar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggi félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 128.817,- í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í félaginu eða 3,22%.
Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Hafnarfjarðarkaupstaður innir af hendi kr. 128.817,- með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess.
Þá er til samræmis við framangreint lagt til að bæjarráð samþykki stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl, og feli bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með atkvæðum fulltrúa meirihluta og Samfylkingarinnar en fulltrúi Miðflokksins greiðir atkvæði á móti og leggur fram svohljóðandi bókun:
Sú vegferð sem verið er að hefja hér er algjör óvissuför þar sem gengið er út frá því að fjórföldun verði í notkun almenningssamgangna eða úr 4% í 16% sem þýðir að þá á eftir að koma 84% umferðarinnar um þessa einstíga sem bílum verður ætlað að aka um, eða eins og segir í frumdrögum um fyrsta áfanga Borgarlínu: „Almennar akstursakreinar eru í flestum tilfellum ein í hvora átt.“. Þá liggur ekki fyrir sundurliðuð kostnaðaráætlun um Borgarlínu. Vegna þessara mjög svo margra óvissuþátta er fulltrúi Miðflokksins á móti þessari för.

Áheyrnarfulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans styðja samþykkt um stofnun félagsins Betri samgöngur ohf.