Fyrirspurnir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3600
12. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn.
Svar

Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Í þeim kemur fram að keyptar hafa verið auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrir 917.340 kr. á 15 mánaða tímabili, frá 1. janúar 2021 til 1. apríl 2022. Í fyrri svörum sem lögð voru fram á fundi bæjarráðs þann 31. mars sl. kemur fram að keyptar hafa verið kostaðar umfjallanir í Fréttablaðinu á sama tímabili fyrir 1.529.000 auk virðisaukaskatts. Samtals gera þetta tæpar 2,5 m.kr og þar af 1.364.517 á seinustu sex mánuðum. Seinustu þrjá mánuði hafa 930.641 kr. farið í kostaðar umfjallanir og auglýsingar.

Óskað er eftir sambærilegum upplýsingum fyrir árin 2019 og 2020 til samanburðar.
Adda María Jóhannsdóttir