Hreinsunarátak, iðnaðarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 712
25. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu umhirða og hreinsun atvinnusvæða.
Svar

Skipulags- og byggingarráð hvetur forsvarsmenn fyrirtækja og lóðarhafa á iðnaðarsvæðum bæjarins að taka virkan þátt í umhverfisátaki sem áætlað er að fari fram dagana 18.-28. september. Hreinsunarátak á iðnaðar- og athafnasvæðum er áskorun til lóðarhafa og atvinnurekenda um að hreinsa allt það sem getur valdið mengun, lýti eða ónæði á umhverfinu. Það er hagur allra að umhverfið sé aðlaðandi, að við öll göngum vel um bæinn og náttúruna, iðnaðar- og athafnasvæðin eru engin undantekning frá því.
Skipulags- og byggingarráð vísar útfærslu kynningar og framkvæmd átaksins til umhverfis- og skipulagssviðs og samskiptastjóra bæjarins.