HS Veitur hf, sala hlutabréfa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1856
28. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.október sl. Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: "Bæjarráð leggur til að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði í hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS-Veitum hf.?
Tillaga: Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Bæjarlista leggja til að málið verði lagt í dóm hafnfirskra kjósenda með íbúakosningu.
Greinargerð: Það er mikilvægt að framkvæma íbúakosningu um þetta umdeilda mál og leiða þannig vilja bæjarbúa í ljós. Til þess eru ríkar ástæður: Í fyrsta lagi átti engin umræða sér stað um eignarhlut Hafnfirðinga í HS Veitum eða öðrum fyrirtækjum fyrir kosningar. Einkavæðing opinberra orkuinnviða var ekki á stefnuskrá neins flokks. Enginn fulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var kosinn til að framfylgja þeirri stefnu. Í öðru lagi fengu þeir flokkar sem mynda meirihlutann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar færri atkvæði í síðustu kosningum en flokkarnir í minnihlutanum. Þessi staðreynd hlýtur að setja þá kröfu á meirihlutann að hann sýni auðmýkt og samstarfsvilja en keyri ekki umdeild mál í gegn í krafti eins manns meirihluta í bæjarstjórn. Í þriðja lagi er um gríðarlega umdeilt mál að ræða sem snertir bæði framtíðartekjur bæjarins og fyrirkomulag eignarhalds á orkuinnviðum. Slíkt krefst mun meiri umræðu og samráðs við bæjarbúa en raun ber vitni í þessu máli.
Fundarhlé gert kl. 10:15 Fundir fram haldið kl. 10:38
Tillagan er borin upp til atkvæða. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði með tillögunni, fulltrúar meirihluta greiða atkvæði á móti. Tillagan er því felld.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Niðurstaða söluferlisins er fagnaðarefni. Ljóst er að mjög gott verð hefur fengist fyrir hlutinn og bent er á að með sölunni eignast lífeyrissjóðir (sem eru yfir 90% bjóðenda) hlut bæjarins sem verður þá áfram í eigu almennings. Um minnihlutaeign í HS-Veitum er að ræða og hefur salan engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Salan dregur verulega úr lánsfjárþörf bæjarins og þar með afborgunum og vaxtagreiðslum til framtíðar. Andvirði sölunnar gefur Hafnarfjarðarbæ jafnframt færi á því að sækja fram af meiri krafti með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og draga úr skaða vegna Kovid-19 faraldursins. Niðurstaða nýlegrar undirskriftasöfnunar sýnir og staðfestir að ekki er tilefni til að halda íbúakosningu um málið.
Fundarhlé gert kl. 10:45 Fundi fram haldið kl. 10:55
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks leggja fram svohljóðandi bókun: Það er grundvallarmunur á tilgangi lífeyrissjóða og sveitarfélaga með eign í grunninnviðum. Lífeyrissjóðir eru fagfjárfestar sem ber lagaleg skylda til að skila arði af fjárfestingum sínum. Arður af flutningskerfi raforku verður einungis sóttur í vasa notenda þjónustunnar. Markmið sveitarfélags með eign í grunninnviðum er fyrst og fremst að tryggja örugga þjónustu á hagstæðum kjörum fyrir notendur. Frá árinu 2013, þegar sá aðili sem nú hefur boðið í hlut Hafnarfjarðarbæjar keypti fyrst í HS veitum, hafa arðgreiðslur til eigenda aukist til muna. Sú þróun mun líklega frekar aukast en minnka ef sala á hlut Hafnfirðinga gengur eftir. Með sölunni stuðlar meirihluti bæjarstjórnar því að auknum arðgreiðslum út úr rekstri veitnanna, með tilheyrandi áhættu fyrir verð þjónustunnar til notenda.
Fundarhlé gert kl. 10:59 Fundi fram haldið kl. 11:03
Tillaga: Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks fara fram á að málinu verði frestað þar til fyrir liggur hver aðkoma ríkisins verður í rekstrarvanda sveitarfélaga.
Tillagan borin upp til atkvæða. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði með tillögunni, fulltrúar meirihluta greiða atkvæði á móti. Tillagan er því felld.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Meirihlutinn vísar í fyrri bókun sína undir sama lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði á móti.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlistans og Miðflokks leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlistans og Miðflokks lýsa furðu á þeirri afstöðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra að verjandi sé að leggja til sölu á hlut bæjarins í HS Veitum á þessum tímapunkti. Á fundi bæjarráðs í dag liggur fyrir röksemdafærsla fyrir sölunni sem í vantar mikilvæga þætti sem varða hagsmuni bæjarbúa. Ljóst má vera af umræðu um fjárhagsstöðu sveitarfélaga, bæði í fjölmiðlum og á pólitískum vettvangi, að sterk rök hníga að því að ríkissjóður verði að stíga inn með afgerandi hætti, annað hvort með afar hagstæðum lánum á ríkis- og/eða Seðlabankakjörum eða þá með beinum framlögum til að mæta tekjutapi. Samanburður innan OECD styður þau rök með afgerandi hætti. Sú greining sem meirihlutinn leggur fram til stuðnings á sölu almannaeignar í grunninnviðum tekur ekkert tillit til þess að þessi ríkisstuðningur sé til umræðu. Því er haldið fram að það felist bein áhætta í því að bærinn eigi áfram hlut sinn í HS Veitum en ekki vikið að því orði hvort áhætta geti falist í því að selja of snemma. Í gögnum með málinu er talið til áhættu að Hafnarfjörður geti orðið innlyksa með hlut sinn ef Reykjanesbær ákveði að selja leyfilegan hluta opinberra aðila í HS Veitum. Fulltrúum minnihlutans vitanlega hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að Reykjanesbær sé í söluhugleiðgum. Því er asi málsins af hálfu meirihlutans óskiljanlegur. Síðast en alls ekki síst skal því haldið til haga að bæjarbúar hafa ekki verið spurðir álits á málinu, enda var sala á almannaeign alls ekki til umræðu í síðustu kosningum. Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa hafnað boði minnihlutans um aukið samstarf þvert á pólitískar línur í þeim stóru verkefnum sem framundan eru í rekstri bæjarins. Það skref sem þau stíga hér í dag er glögglega til marks um það að þeim hugnast best að keyra mál í gegn með meirihlutavaldi.
Fundarhlé gert kl. 11:16 Fundi fram haldið kl. 11:25
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Ákvörðun meirihluta bæjarráðs í dag er tekin að vel ígrunduðu máli, með hag íbúa og bæjarfélagsins að leiðarljósi.
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og leggur fram svohljóðandi bókun:

Þar sem ég er sitjandi stjórnarmaður í lífeyrissjóði mun ég ekki taka þátt í afgreiðslu þessa máls auk þess sem ég hef ekki komið að umræðu eða ákvörðun um sölumeðferð eignarhlutarins sem er hér á dagskrá undir þessum lið.

Helga víkur næst af fundi undir þessum lið kl. 15:48 og í hennar stað situr fundinn Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls um fundarsköp.

Fundarhlé kl. 15:53. fundi framhaldið kl. 16:02.

Næst tekur Jón Ingi Hákonarson til máls undir fundarsköpum og leggur fram svohljóðandi frávísunartillögu:

Skv. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga er bæjarráði heimilt að fullnaðarafgreiða mál sem ekki varða verulega fjárhagslega hagsmuni:

Byggðarráði er heimil fullnaðarákvörðun mála sem eigi varða verulega fjárhag sveitarsjóðs eða stofnana hans, enda sé eigi ágreiningur innan ráðsins eða við framkvæmdastjóra um ákvörðunina, en meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella. Þá er heimilt að fela byggðarráði fullnaðarafgreiðslu einstakra mála sem samkvæmt samþykktum sveitarfélags hafa áður komið til umfjöllunar annarra nefnda sveitarstjórnar.

Fulltrúar minnihlutans gera því þá kröfu að málinu verði vísað frá þar sem ekki lá fyrir löglegt umboð til að bjóða hlutinn til sölu.

Framkomin tillaga er næst tekin til atkvæðagreiðslu og er tillagan felld með 6 atkvæðum meirihluta en 5 fulltrúar minnihluta greiða atkvæði með tilögunni.

Þá tekur til máls Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Árni Rúnar Þorvaldsson og Rósa svarar andsvari. Þá kemur Árni Rúnar til andsvars öðru sinni. Næst kemur Sigurður Þ. Ragnarsson til andsvars og svarar Rósa andsvari. Þá kemur Friðþjófur Helgi Karlsson til andsvars. Einnig kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars og svarar Rósa andsvari. Þá kemur til andsvars Jón Ingi Hákonarson og svarar Rósa andsvari.

Þá tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson og svarar Ágúst Bjarni andsvari. Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars sem Ágúst Bjarni svarar. Næst kemur Árni Rúnar til andsvars og þá Sigurður Þ. Ragnarsson. Næst kemur Jón Ingi Hákonarson til andsvars sem Ágúst Bjarni svarar, og kemur þá Jón Ingi til andsvars öðru sinni.

Þá tekur Árni Rúnar til máls.

Næst tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig Ágúst Bjarni og svarar Sigurður andsvari. Ágúst Bjarni kemur næst til andsvars öðru sinni sem Sigurður svarar öðru sinni. Þá kemur Ingi Tómasson til andsvars sem Sigurður svarar. Þá kemur Ingi til andsvars öðru sinni sem Sigurður svarar öðru sinni. Þá kemur Ingi að stuttri athugasemd sem og Sigurður einnig.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls. Til andsvars kemur Friðþjófur Helgi Karlsson.

Næst tekur Friðþjófur Helgi til máls.

Einnig tekur til máls Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Árni Rúnar Þorvaldsson og svarar Jón Ingi andsvari. Þá kemur Árni Rúnar til andsvars öðru sinni.

Til máls öðru sinni tekur Árni Rúnar Þorvaldsson.

Þá tekur Friðþjófur Helgi til máls öðru sinni og leggur fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Bæjarlista leggja til að málið verði lagt í dóm hafnfirskra kjósenda með íbúakosningu.

Greinargerð:
Það er mikilvægt að framkvæma íbúakosningu um þetta umdeilda mál og leiða þannig vilja bæjarbúa í ljós. Til þess eru ríkar ástæður:
Í fyrsta lagi átti engin umræða sér stað um eignarhlut Hafnfirðinga í HS Veitum eða öðrum fyrirtækjum fyrir kosningar. Einkavæðing opinberra orkuinnviða var ekki á stefnuskrá neins flokks. Enginn fulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var kosinn til að framfylgja þeirri stefnu.
Í öðru lagi fengu þeir flokkar sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar færri atkvæði í síðustu kosningum en flokkarnir í minnihlutanum. Þessi staðreynd hlýtur að setja þá kröfu á meirihlutann að hann sýni auðmýkt og samstarfsvilja en keyri ekki umdeild mál í gegn í krafti eins manns meirihluta í bæjarstjórn.
Í þriðja lagi er um gríðarlega umdeilt mál að ræða sem snertir bæði framtíðartekjur bæjarins og fyrirkomulag eignarhalds á orkuinnviðum. Slíkt krefst mun meiri umræðu og samráðs við bæjarbúa en raun ber vitni í þessu máli.

Til andsvars kemur Ágúst Bjarni og svarar Friðþjófur Helgi andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni sem Friðþjófur Helgi svarar einnig öðru sinni. Þá kemur Ágúst Bjarni að stuttri athugasemd.

Til máls öðru sinni tekur Sigurður Þ. Ragnarsson og leggur fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks fara fram á að málinu verði frestað þar til fyrir liggur hver aðkoma ríkisins verður í grafalvarlegum rekstrarvanda sveitarfélaga.

Forseti ber næst upp framkomna tillögu um frestun málsins og er tillagan felld þar sem 6 fulltrúar meirihlutans greiða atkvæði gegn tillögunni en 5 fulltrúar minnihlutans greiða atkvæði með tillögunni.

Þá ber forseti næst upp framkomna tillögu um að málinu verði lagt í dóm hafnfirska kjósenda og er tillagan felld þar sem 6 fulltrúar meirihlutans greiða atkvæði gegn tillögunni en 5 fulltrúar minnihlutans greiða atkvæði með tillögunni.

Kristín Thoroddsen gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir að svohljóðandi bókun:

Niðurstaða nýlegrar undirskriftasöfnunar sýnir og staðfestir að ekki er tilefni til að halda íbúakosningu um málið.

Þá ber forseti upp til atkvæða þá tillögu sem liggur fyrir fundinum um sölu um hlut sveitarfélagsins í HS veitum.

Óskað er eftir nafnakalli.

Sigurður Þ. Ragnarsson Nei
Ágúst Bjarni Garðarsson Já
Árni Rúnar Þorvaldsson Nei
Friðþjófur Helgi Karlsson Nei
Guðlaug Kristjánsdótir Nei
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Já
Jón Ingi Hakonarson Nei
Kristín Thoroddsen Já
Ólafur Ingi tómasson Já
Rósa Guðbjartsdóttir Já
Kristinn Andersen Já

Bæjarstjórn samþykkir því með sex atkvæðum, frá fulltrúum meirihluta, sölu á hlutabréfum Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Veitum hf. til HSV eignarhaldsfélags slfhf. sbr. fyrirliggjandi kauptilboð. Fimm fulltrúar minnihlutans greiða atkvæði á móti.

Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Framsóknar:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

Sala hlutar í HS-Veitum styrkir Hafnarfjörð

Á bæjarráðsfundi 22. apríl var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að sölu hlutabréfa Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Veitum hf sem er 15,42% með það að markmiði að hlutabréf sveitarfélagsins yrðu seld. Hlutur Hafnarfjarðar í HS Veitum var auglýstur í dagblöðum í maí og fengu um 30 fagfjárfestar gögn um fjárfestinguna. Að afloknu sex mánaða ítarlegu söluferli stóð að lokum eftir fyrirvaralaust tilboð í hlutinn að fjárhæð 3,5 milljarðar króna. Bjóðandi var HSV eignarhaldsfélag sem er um 90% í eigu lífeyrissjóða sem standa að baki yfir helmings lífeyriskerfis landsins.
Niðurstaða söluferlisins er fagnaðarefni. Ljóst er að mjög gott verð hefur fengist fyrir hlutinn og bent er á að með sölunni eignast lífeyrissjóðir hlut bæjarins sem verður þá áfram í eigu almennings.
Hluturinn í HS Veitum hefur engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Andvirði sölunnar dregur aftur á móti úr lánsfjárþörf Hafnarfjarðar og lækkar þannig afborganir og vexti í framtíðinni. Jafnframt veitir salan Hafnarfjarðarbæ færi á því að sækja fram með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi og milda þannig höggið vegna Covid-19 faraldursins. Það er mat meirihlutans í Hafnarfirði að þessum fjármunum bæjarins sé betur varið í þágu bæjarbúa en sem minnihlutaeign í félagi sem þessu.

Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er grundvallarmunur á tilgangi lífeyrissjóða og sveitarfélaga með eign í grunninnviðum. Lífeyrissjóðir eru fagfjárfestar sem ber lagaleg skylda til að skila arði af fjárfestingum sínum. Arður af flutningskerfi raforku verður einungis sóttur í vasa notenda þjónustunnar. Markmið sveitarfélags með eign í grunninnviðum er fyrst og fremst að tryggja örugga þjónustu á hagstæðum kjörum fyrir notendur.
Frá árinu 2013, þegar sá aðili sem nú hefur boðið í hlut Hafnarfjarðarbæjar keypti fyrst í HS veitum, hafa arðgreiðslur til eigenda aukist til muna. Sú þróun mun líklega frekar aukast en minnka ef sala á hlut Hafnfirðinga gengur eftir. Með sölunni stuðlar meirihluti bæjarstjórnar því að auknum arðgreiðslum út úr rekstri veitnanna, með tilheyrandi áhættu fyrir verð þjónustunnar til notenda.

Á fundi bæjarstjórnar í dag liggur fyrir röksemdafærsla fyrir sölunni sem í vantar mikilvæga þætti sem varða hagsmuni bæjarbúa. Ljóst má vera af umræðu um fjárhagsstöðu sveitarfélaga, bæði í fjölmiðlum og á pólitískum vettvangi, að sterk rök hníga að því að ríkissjóður verði að stíga inn með afgerandi hætti, annað hvort með afar hagstæðum lánum á ríkis- og/eða Seðlabankakjörum eða þá með beinum framlögum til að mæta tekjutapi. Samanburður innan OECD styður þau rök með afgerandi hætti.

Sú greining sem meirihlutinn leggur fram til stuðnings á sölu almannaeignar í grunninnviðum tekur ekkert tillit til þess að þessi ríkisstuðningur sé til umræðu. Því er haldið fram að það felist bein áhætta í því að bærinn eigi áfram hlut sinn í HS Veitum en ekki vikið að því orði hvort áhætta geti falist í því að selja of snemma.
Í gögnum með málinu er talið til áhættu að Hafnarfjörður geti orðið innlyksa með hlut sinn ef Reykjanesbær ákveði að selja leyfilegan hluta opinberra aðila í HS Veitum. Fulltrúum minnihlutans vitanlega hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að Reykjanesbær sé í söluhugleiðgum. Því er asi málsins af hálfu meirihlutans óskiljanlegur.
Síðast en alls ekki síst skal því haldið til haga að bæjarbúar hafa ekki verið spurðir álits á málinu, enda var sala á almannaeign alls ekki til umræðu í síðustu kosningum. Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa hafnað boði minnihlutans um aukið samstarf þvert á pólitískar línur í þeim stóru verkefnum sem framundan eru í rekstri bæjarins. Það skref sem þau stíga hér í dag er glögglega til marks um það að þeim hugnast best að keyra mál í gegn með meirihlutavaldi.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking, Viðreisn, Bæjar-Listi, Miðflokkur
    Það er grundvallarmunur á tilgangi lífeyrissjóða og sveitarfélaga með eign í grunninnviðum. Lífeyrissjóðir eru fagfjárfestar sem ber lagaleg skylda til að skila arði af fjárfestingum sínum. Arður af flutningskerfi raforku verður einungis sóttur í vasa notenda þjónustunnar. Markmið sveitarfélags með eign í grunninnviðum er fyrst og fremst að tryggja örugga þjónustu á hagstæðum kjörum fyrir notendur.