Sléttuhlíð, óveruleg deiliskipulagsbreyting
Sléttuhlíð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1865
3. mars, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. mars sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að samþykkja gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti breytingu á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og vísaði erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 27. maí sl. Breytingin var grenndarkynnt frá 14. apríl í 4 vikur. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað. Breytingin var auglýst í b-deild Stjórnartíðinda þann 12. júní 2020.
Í bréfi dags. 13. ágúst 2020 frá Skipulagsstofnun kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að það þurfi að vera til staðar skipulagsákvæði í aðalskipulaginu um tegund gististaða sem heimilt er að reka í atvinnuskyni í frístundabyggð ásamt umfjöllun um það hvers vegna það sé talið ákjósanlegt.
Grenndarkynna þarf erindið að nýju sbr. mat Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna að nýju óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt verður í greinargerð heimild til að samþykkja gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Fundarhlé kl. 15:14.

Fundi framhaldið kl. 15:22.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123122 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034221