Sléttuhlíð, óveruleg deiliskipulagsbreyting
Sléttuhlíð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1848
27. maí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.maí sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 19.11.2019 var skipulagsfulltrúa falið að kanna afstöðu sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð til þess að heimilað yrði að veita gistiaðstöðu í flokki II á svæðinu. Erindið var kynnt fyrir eigendum og bárust athugasemdir. Á fundi þann 24. mars. sl. var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar þar sem bætt yrði í greinargerðina heimild til að veita gistiaðstöðu í flokki II í frístundabyggðinni í Sléttuhlíð. Fram kom í kynningargögnum að þeir sem hefðu gert athugasemdir á fyrri stigum þyrftu ekki að skila inna aftur sínum ábendingum. Ein athugasemd, samhljóða athugasemd sem barst á fyrri stigum, barst.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulaginu samanber umsögn skipulagsfulltrúa og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls.

Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og kemur Ágúst Bjarni að andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123122 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034221