Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032, breyting, umsagnarbeiðni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 737
15. júní, 2021
Annað
Svar

16. 2003034 - Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032, breyting, umsagnarbeiðniGrindavíkurbær óskar umsagnar við skipulagslýsingu sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar þann 25.maí sl. vegna breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Skipulagslýsingin varðar breytingar á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 og nýs deiliskipulags sem gert verður til að skilgreina framkvæmdir sem fyrirhugað er að fara í landi Hrauns og Ísólfsskála til að bæta þjónustu og aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Einnig verður gerð breyting á aðalskipulagi vegna tilfærslu hreinsivirkis við Eyjabakka í Grindavík, legu sæstrengs/ljósleiðara og uppbyggingu göngu og reiðhjólastíga frá íbúðarsvæðunum vestast í Grindavík. Umsagnar er óskað fyrir 18. júní nk.Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við umrædda aðalskipulagsbreytingu.