Sumarstörf Hafnarfjarðarbæjar 2020
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3552
16. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar við fyrirspurn frá 2.júlí sl.
Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.
Svar

Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Í þeim kemur fram að fleiri umsóknir hafi borist um sumarstörf hjá bænum í ár samanborið við sama tíma í fyrra. Sumarið 2019 var hlutfall ráðninga 89% en er nú í júlíbyrjun 2020 85%. Yfirlit yfir aldursdreifingu sýnir að sami fjöldi 18 ára og eldri hefur fengið starf á vegum bæjarins og sumarið 2019. Í hópi 18-19 ára ungmenna hafa rétt um 50% þeirra sem sóttu um fengið sumarvinnu hjá sveitarfélaginu og óljóst hvort þau hafi fengið aðra vinnu. Undirrituð lýsir vonbrigðum með þessa stöðu. Í ljósi aðstæðna er áhyggjuefni að svo stórt hlutfall ungmenna, einkum í hópi 18-19 ára hafi ekki fengið sumarvinnu hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem gera má ráð fyrir að atvinnumöguleikar þessa hóps séu almennt minni þetta sumarið vegna samdráttar í tengslum við kórónaveirufaraldur.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:
Fram kom hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa að öll ungmenni 18 ára og eldri geta fengið vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ uppfylli þau skilyrði sem sett eru. Stærstum hluta þeirra, sem ekki fengu vinnu fyrst í vor, hefur síðan verið boðin störf hjá bænum eftir að bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. maí sl. auka fjárveitingu til sumarstarfa. Ástæðan er því ekki skortur á fjármagni til átaksverkefnisins.