Hlíðarbraut 10, þétting byggðar
Hlíðarbraut 10
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1844
18. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.mars sl. Skipulags- og byggingarráð samþykki á fundi sínum þann 11.02.2020 að unnið verði að deiliskipulagi sem byggir á tillögu A dags. 7.2.2020. Leitast verði við að bílastæðamál verði leyst innan lóðar og taki mið af stærð íbúða. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem byggir á tillögu A. Helstu breytingar eru að í stað þriggja lóða er gert ráð fyrir fimm lóðum og mörk lóða breytast án þess að heildarstærð svæðis breytist. Nýbyggingar verða fjórar, tvö einbýli og tvö tvíbýli. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir breytingu á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hringbrautar vegna umferðaröryggis. Jafnframt er kynnt tillaga að breyttu aðalskipulagi reits S20.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögur að breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar sbr. 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls sem og Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar minna á að nokkrar hugmyndir eru að þéttingarreitum á svæðinu í kringum hamarinn ? og mikilvægt að huga að heildrænu skipulagi hverfisins. Við þéttingu byggðar er einnig mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum hverfa. Í því samhengi minnum við á stöðu leikskólamála í hverfinu og hvetjum til þess að hugað verði að uppbyggingu leikskóla samhliða frekari þéttingaráformum.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans hvetur skipulagsyfirvöld bæjarins til að gæta að sögulegu og menningarlegu mikilvægi Þóruklappar í lóðinni fyrir aftan St. Jósefsspítala. Á tillögu að deiliskipulagsbreytingu er svæðið merkt sem "klappir" en ekki er auðvelt í fljótu bragði að sjá hvar á lóðarskipulagi það lendir. Saga klapparinnar er falleg og nátengd bæjarsál Hafnarfjarðar og vel þess virði að standa vörð um hana.