Jafnlaunavottun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3552
16. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Hafnarfjarðarkaupstaður fékk skírteini um jafnlaunavottun 2017. 19. maí 2020 var gerð úttekt á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins, tilgangur úttektar var að framkvæma viðhaldsúttekt og endurútgefa vottorð fyrir jafnlaunakerfi sveitarfélagsins.
Skírteini hefur verið endurnýjað.
Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsvið sat fundinn undir þessum lið.
Svar

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með niðurstöðu úttektarinnar sem staðfestir að jafnlaunakerfi bæjarfélagsins er virkt og hannað til að jafnréttis sé gætt við launasetningar. Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið í landinu sem fær slíka vottun endurnýjaða. Bæjarráð samþykkir jafnframt að unnið verði að áframhaldandi vottun fyrir bæjarfélagið.

Áheyrnafulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Viðreisnar fagnar því sérstaklega hversu vel hefur tekist í þessu mikilvæga máli. Hafnarfjarðarbær sýnir og sannar mikilvægi jafnlaunavottunar.