Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 764
25. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn samþykkti 9.3.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Suðurhöfn H1 verður að hluta til íbúðasvæði ÍB15 og miðsvæði M6 og M7. Flensborgarhöfn H2 breytist í miðsvæði M5. Ný smábátahöfn og 5m strandræma verður H6. Tillagan var auglýst tímabilið 16.3-27.4.2022. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 10.5.2022 að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda. Auglýst tillaga er samþykkt og vísað til staðfestingar Hafnarstjórnar.