Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1848
27. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 19.maí sl. Lögð fram skipulagslýsing sbr. 30. gr. skipulagslaga vegna breytinga á aðalskipulagi hafnarsvæðis. Skipulags- og byggingaráð samþykkti framlagða skipulagslýsingu á fundi sínum þann 19. maí og vísaði til afgreiðslu hjá hafnarstjórn.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skipulagslýsingu sbr. 30 gr. skipulagslaga og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og svarar Adda MAría andsvari.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipulagslýsingu.

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans fagnar því að skýrt sé kveðið á um hlutverk og gildi nýgerðs rammaskipulags fyrir Flensborgarhöfn, þar sem meðal annars segir í skipulagslýsingunni:
,,Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 05. 02. 2020, að undangengnu samþykki hafnarsjórnar, tillögu að rammaskipulagi Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæðis, dags. 23. 01. 2020, og að að hún skuli hljóta meðferð sem rammahluti aðalskipulags við endurskoðun aðalskipulags 2020 í samræmi við 4.mgr. 28.gr. skipulagslaga nr.123/2010." og síðar í lýsingunni:
,,Svæðinu er skipt upp í þrjú áherslusvæði, Flensborgarhöfn, Óseyrarhverfi og Fornubúðir, hvert með sín séreinkenni."
undir bókunina ritar:

Guðlaug S Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ

Einnig kemur Adda María Jóhannsdóttir að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir bókun fulltrúa Bæjarlistans