Líkamsrækt bæjarstarfsmanna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3588
4. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar. Á fundi bæjarráðs þann 12. mars 2020 samþykkti bæjarráð tillögu að breytingu á reglum um líkamsræktarstyrki til starfsmanna í samræmi við minnisblað frá mannauðsstjóra sem lagt var fyrir bæjarráð þann 7. nóvember 2019. Í minnisblaðinu var farið yfir þau hlunnindi/réttindi sem starfsfólki stendur til boða sem ekki eru tiltekin í kjarasamningum. Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir upplýsingum um hvort samþykktar breytingar um líkamsræktarstyrki til starfsfólks bæjarins hafi tekið gildi, þ.e. að þeir sem eru í 50% starfshlutfalli eða meira fái fullan styrk og þeir sem eru í 49% starfshlutfalli eða minna fái hálfan styrk.
Svar

Lögð fram svör við fyrirspurn.

Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör og fagnar því að reglum um líkamsræktarstyrki hafi verið breytt með þessum hætti.
Adda María Jóhannsdóttir