Leiðarendi, nýtt deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1845
1. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.mars sl. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Leiðarenda dags. 13.12.2019 var lögð fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 3.12.2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi deiliskipulag Leiðarenda og að meðferð málsins yrðilokið skv. 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hið nýja deiliskipulag sem afmarkast frá Bláfjallavegi og nær yfir aðkomu, bílastæði og þjónustubyggingu fyrir Leiðarenda, helli í upplandi Hafnarfjarðar var auglýst tímabilið 7.2.-20.3.2020. Umsagnir hagsmunaaðila lagðar fram. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir nýtt deiliskipulag með áorðnum breytingum í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar dags. 23.3.2020 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.