Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1896
12. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Til umræðu.
Svar

Til máls tekur Stefán Már Gunnlaugsson. Til andsvars kemur Valdimar Víðisson sem Stefán Már svarar.

Einnig tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls og Valdimar Víðisson kemur til andsvars sem Árni Rúnar svarar.

Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls og Árni Rúnar kemur til andsvars sem Jón Ingi svarar. Árni Rúnar kemur þá til andsvars öðru sinni. Þá kemur Valdimar til andsvars við ræðu Jóns Inga.

Stefán Már kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Samfylkingin styður uppbyggingu reiðhallar Sörla, sem mun efla starf hestamannafélagsins, Sörla, styðja við íþróttina hestamennsku og verða mikil lyftistöng fyrir hestafólk í Hafnarfirði og á það ekki síst við um barna- og unglingastarfið í bænum. Undirbúningurinn hefur tekið langan tíma en loksins hillir nú undir nýja og glæsilega reiðhöll á Sörlastöðum.

Framkvæmdin er kostnaðarsöm og yfir áætlun. Á sama tíma er fjárhagur Hafnarfjarðarbæja afar þröngur, en samkvæmt árshlutauppgjöri er hallarekstur um 1.5 milljarður króna. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur hvorki búið í haginn fjárhagslega eða lagt til áætlun um hvernig á að standa undir þessari miklu fjárfestingu, nema með áframhaldandi framúrkeyrslu í rekstri bæjarins. Meirihlutinn ber fulla ábyrgð á skuldsetningu bæjarsjóðs og hefur ekki lagt fram neinar tillögur um hvernig eigi að bæta þar úr. Fjárhagsvandræði bæjarins mega ekki bitna á nauðsynlegri uppbyggingu eins og reiðhallar Sörla.