Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 682
27. ágúst, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 tekið til umfjöllunar. Stefna aðalskipulags er bindandi við gerð deiliskipulags og útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa. Með vísan til 35.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu við gerð nýs aðalskipulags samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt að skipa fimm manna starfshóp um endurskoðun aðalskipulagsins. Hópinn skipa þrír úr skipulags- og byggingarráði og tveir frá umhverfis- og skipulagsþjónustu. Nöfn fulltrúa í hópnum ásamt erindisbréfi verður lagt fram á næsta fundi ráðsins.