Fornubúðir 5, skipulagsbreyting
Fornubúðir 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 665
6. desember, 2018
Annað
Svar

1. 1808180 - Fornubúðir 5, skipulagsbreytingLögð fram á ný eftir að athugasemdafresti lauk þann 4.12. s.l. breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar breytingu á landnotkunarflokki H og breytt deiliskipulag Fornubúða 5. Erindin voru samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 19.09.s.l. með eftirfarandi bókunum:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 19.9.2018 framlagða tillögu, dags. 08.08.2018/lagf. 14.9.2018, að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingin felst í að ákvæði um Suðurhöfn, hafnarsvæði (landnotkunarflokk H), verði ítarlegri.

Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkti auk þess á fundi sínum þann 19.9.2018 framlagða tillögu, dags. 10.08.2018/lagfr. 13.09.2018, að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði vegna lóðarinnar við Fornubúðir 5. Jafnframt var samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulagsbreytingunni felst orðalagsbreyting í greinargerð til samræmis við breytingu á greinargerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 og eru aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsbreytingin auglýstar samhliða, sbr. 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4.12.2018. 67 athugasemdir bárust.Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinagerð/svör við framkomnum athugasemdum.

Fulltrúar Bæjarlistans, Miðflokksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar óska eftir frestun á lið 1 málsnúmer 1808180. Fornubúðir 5, skipulagsbreyting vegna þess að fylgiskjal með athugasemdum íbúa við aðal- og deiluskipulagasbreytingu lá ekki fyrir fyrr en sama dag og fundurinn fer fram. Almenna reglan í samþykktum bæjarins er að dagskrá funda skuli liggja fyrir með amk. sólarhringsfyrirvara, en í því felst að nauðsynleg fundargögn fylgi með fundarboði. Athugsemdir íbúa við breytingarnar eru mikilvægt innlegg í umræðu þessa máls og ráðinu ber að kynna sér vel þau sjónarmið sem þar koma fram. Tíminn sem fulltrúar í ráðinu hafa haft til þess að kynna sér þær fjölmargar athugasemdir sem bárust frá íbúunum er of skammur og því er farið fram á frestun á þessum lið.

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og óháðra bóka:
Engar forsendur eru fyrir frestun á þessum tímapunkti. Engar formlegar ákvarðanir verða teknar á fundi þessum. Nú mun skipulagsfulltrúi taka saman svör við framkomnum athugasemdum og leggja fram á næsta fundi ráðsins sem fram fer á mánudaginn. Þá mun ráðið taka formlega afstöðu til málsins, til samþykktar eða synjunar.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931