Fornubúðir 5, skipulagsbreyting
Fornubúðir 5
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3552
16. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.júní sl. Lagt fram erindi Batterí arkitekta dags. 23.06.2020, f.h. lóðarhafa þar sem farið er fram á breytingu á greinargerð gildandi deiliskipulags. Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi og samþykkir skipulags- og byggingarráð að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 13. júlí sl. Lagt fram erindi Batterí arkitekta dags 23. júní 2020 f.h. lóðarhafa þar sem farið er fram á breytingu a´reinargerð gildandi deiliskipulags. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi ósk um breytingu á greinargerð gildandi skipulags þar sem vísað er til skilgreiningar um landnotkun í gr. 6.2, lið b í Skipulagsreglugerð og tekur undir bókun skipulags- og byggingarráðs. Hafnarstjórn samþykkir jafnframt að málsmeðferð verði í samræmi við 2. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins
Svar

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga sem hefur fengið umræðu og afgreiðslu í skipulags- og byggingaráði og hafnarstjórn:
Deiliskipulagsbreytingin sem hér er sótt um felst í að 5. setning í gildandi greinargerð með deiliskipulaginu sem hljóðar eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og öryggismálum sjófarenda auk þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.“
Hljóðar eftir breytingu deiliskipulagsins eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir starfsemi sem fellur undir landnotkunina Miðsvæði (M) eins og hún er skilgreind í grein 6.2, lið b. í Skipulagsreglugerð.“
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir ofangreinda tillögu. Hér er um að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Fornubúðir 5.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120505 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030931