Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 688
5. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða breytingar á fulltrúum í skipulags- og byggingarráði á fundi sínum þann 30.10.2019. Um er að ræða breytingu á fulltrúa Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði. Óli Örn Eiríksson, Hverfisgötu 52b verður aðalmaður í stað Jóns Garðars Snædal. Varamaður verður Sigurjón Ingvason Suðurgötu 70. Bókun bæjarstjórnar lögð fram.
Svar

Formaður skipulags- og byggingarráðs bendir á að liðnir eru 17 mánuðir af kjörtímabilinu. Á þessum 17 mánuðum hefur Viðreisn skipað 3 fulltrúa í ráðið og jafn marga til vara. Á tímabilinu hafa verið 37 fundir í skipulags- og byggingarráði þar af hefur aðalfulltrúi Viðreisnar verið fjarverandi 14 sinnum sem er 62% mæting, hefur varamaður mætt í hans stað einungis 6 sinnum. Vinna skipulags- og byggingarráðs er yfirgripsmikil og krefst oft mikillar vinnu og samvinnu kjörinna fulltrúa. Ráðsmenn miðla upplýsingum til bæjarfulltrúa og inn í baklandið og því mikilvægt að mætt sé á ráðsfundi og ekki síður mikilvægt að stöðuleiki sé á skipan ráðsmanna því oft er verið að fjalla um flókin skipulagsmál í langan tíma sem erfitt getur verið að setja sig inn í.

Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi:
Nýskipaðir fulltrúar Viðreisnar í ráðinu hafa góða þekkingu á skipulagsmálum bæjarins og hafa fylgst vel með þeim undanfarin ár. Mæting hefur verið algjörlega fullnægjandi og aðeins örfáir fundir ekki verið sóttir. Formaður ráðsins getur verið fullviss um að mæting á fundi verður góð þa9 sem eftir er tímabils.