Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1810
5. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Kosning varamanns í Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS).
Skv. 12. tl. A. liðar 39. gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar er bæjarstjóri sjálfkjörinn í stjórn SHS sem aðalmaður en bæjarstjórn skal kjósa einn varamann til eins árs í senn.
Kosin nýr aðalmaður í Bláfjallanefnd/Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuás 5, verði varamaður í stjórn SHS.

Einnig samþykkt samhljóða að Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4, verði aðalmaður í stjórn Samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Valdimar Víðisson, Brekkuás 7 sem varamaður.

Einnig samþykkt samhljóða að Einar Baldvin Brimar Þórðarson, Lækjarbergi 34 komi nýr inn í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar í stað Jóhönnu Erlu Guðjónsdóttur sem þá víkur úr stjórninni.