Stjórnsýsla sveitarfélaga, eftirlitshlutverk, samningar, erindi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3554
27. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi: Ráðuneytið hefur lokið frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, sem stofnað var til með vísan til eftirlitshlutverks þess með stjórnsýslu sveitarfélaga. Tilgangur athugunarinnar var að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga sveitarfélaga og leggja mat á hversu vel samningarnir samræmast þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum.
Lagðar fram leiðbeiningar ráðuneytisins til sveitarfélaga um almenn sjónarmið sem gilda um samvinnu þeirra, form samvinnu og lagakröfur sem gerðar eru til slíkra samninga.
Svar

Lagt fram til kynningar.