#metoo, íþrótta- og tómstundastarf
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1874
1. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Til umræðu.
Í desember 2017 lagði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fram sameiginlega ályktun og lýsti yfir stuðningi við átakið Í skugga valdsins. Í ályktuninni fagnaði bæjarstjórn þeirri vakningu og umræðu sem átakið leiddi af sér um kynferðslega áreitni og kynbundið ofbeldi.
Í kjölfarið, þann 17. janúar 2018 var lögð fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar varðandi íþrótta- og tómstundastarf þar sem segir: Hafnarfjarðarbær áskilur sér rétt til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda. Einnig skulu þeir sem Hafnarfjarðarbær styrkir eða gerir samninga við sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum sínum og jafnréttislögum í starfi sínu og aðgerðaráætlun sé skýr. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Hafnarfjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við."

Svar

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:

"Í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur í íslensku samfélagi síðustu daga varðandi kynbundið ofbeldi ítrekar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar þessa bókun og brýnir fyrir öllum íþróttafélögum sem starfa á vegum og hljóta styrki frá sveitarfélaginu að starfa eftir þeim skilyrðum sem bæjarstjórn setti fram með bókuninni frá 17. janúar 2018. Með þessari brýningu í dag vill bæjarstjórn Hafnarfjarðar koma því skýrt fram að ofbeldismenning í starfi með börnum og ungmennum verði ekki liðin."

Einnig tekur Ágúst Bjarni Garðarsson til máls og Adda María kemur til andsvars. Ágúst Bjarni svarar á andsvari og Adda María kemur að andsvari öðru sinni.

Forseti ber næst upp til afgreiðslu framangreinda bókun og er hún samþykkt samhljóða.