Bátaskýlin við Lónsbraut, reglur um umgengni og þrifnað
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1804
25. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.apríl sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 20. febrúar 2018 var samþykkt tillaga að skilmálabreytingu deiliskipulags svæðisins og hún auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatíma er lokið og barst ein athugasemd. Lögð fram tillaga að umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 4. apríl 2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 4. apríl 2018 fyrir sitt leiti og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulaginu "Suðurhöfn deiliskipulag" vegna bátaskýla við Hvaleyrarlón í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulaginu "Suðurhöfn deiliskipulag" vegna bátaskýla við Hvaleyrarlón í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.