Búsetukjarnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 766
22. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráð vísaði 1.7.sl. samþykkt fjölskylduráðs um að óska eftir lóð fyrir búsetukjarna í Áslandi 4 og á Öldugötu í samræmi við niðurstöðu skýrslu starfshóps til skipulags- og byggingaráðs til nánari skoðunar og úrvinnslu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð leggur til að lóð undir búsetukjarna verði í öðrum áfanga úthlutunar í Áslandi 4. Sviðsstjóra falið að skoða nánar mögulegar lóðir við Öldugötu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: Í skýrslu starfshóps um heimili fyrir fatlað fólk er lagt til að á næstu fjórum árum verði stefnt að því að byggja fjóra búsetukjarna m.a. í hverfum þar sem ekki eru búsetukjarnar í dag annars vegar í Hamranesi og hins vegar í Áslandi 4. Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka að bregðast þurfi hratt og vel við svo að uppbygging búsetukjarnanna geti hafist um leið og hægt er til að mæta brýnni þörf eftir íbúðum fyrir fatlað fólk.