Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1861
6. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 16.desember sl. 2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 14.desember sl. Farið yfir endurskoðun samþykktar og viðauka. Til afgreiðslu.
Drögum að breyttri Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar ásamt viðauka vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Við fundarstjórn tekur Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar.
Til máls tekur Kristinn Andersen.
Þá tekur Kristinn við fundarstjórn á ný.
Forseti ber næst upp tillögu um að fyrirliggjandi samþykkt ásamt viðauka verði vísað til síðari umræðu og er tillagan samþykkt samhljóða.
Svar

Ágúst Bjarni Garðarsson annar varaforseti tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Kristinn Andersen.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að breyttri Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar ásamt viðauka.