Álverið, þynningarsvæði, uppbygging
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 719
3. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Jón Örvar G. Jónsson og Karl Eðvaldsson frá Resource kynna skýrslu Verkfræðistofunnar Resource vegna endurskoðunar á þynningarsvæði álversins í Straumsvík
Svar

Skipulags- og byggingaráð fagnar skýrslu Verkfræðistofunnar Resource um endurskoðun á þynningarsvæði álversins. Ljóst er að samkvæmt henni er fullt tilefni til að minnka bæði þynningar- og öryggissvæðið. Gerð er ný tillaga að umhverfismörkum í kringum álverið sem byggð er á niðurstöðum mengunarútreikninga og byggist á hvar áætlað er að viðmiðunarmörkin 0,3 mu/m3 fyrir loftkennt flúoríð liggi. Einnig tekur skipulags- og byggingaráð undir það sem lagt er til í lok skýrslunnar að mælingum skuli fjölgað nær byggð í Vallarhverfi, Skarðshlíð og Hamranesi.