Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1820
6. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl. Lögð fram skipulagslýsing í samræmi við 36.gr. skipulagslaga vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Hamranessvæðinu. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 breytist landnotkun svæðisins úr Verslunar- og þjónustusvæði (VÞ11), Samfélagsþjónusta (S34) í Miðsvæði.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu dags. 24.01.2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig tekur til máls Jón Ingi Hákonarson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur öðru sinni Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir kemur að andsvari.

Til máls tekur öðru sinni Ólafur Ingi Tómasson. Hann ber upp eftirfarandi tillögu:
Ákvæði í grein 2.1.1. um Hamranes, á bls. 34 verði eftirfarandi:
Byggðin við Hamranes verður blönduð byggð og stefnt er að fjölbreyttri gerð búsetuforma til að koma til móts við sem flesta og fá fjölbreytta íbúablöndu. Fjöldi íbúða verður um 1200 til 1500.
Á svæðinu eru fyrirhugaðir skóli og leikskóli auk verslunar- og þjónustu. Einnig er gert ráð fyrir hjúkrunarheimili og atvinnustarfsemi.
Miðsvæðis í byggðinni verður tjörn sem mun nýtast fyrir blágrænar ofanvatnslausnir hverfisins.
Einnig er fyrirhugað að hafa afmörkuð svæði og/eða lóðir þar sem smáhýsi verða leyfð sem sérbýli eða viðbót við aðrar íóðir.

Tillagan er samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.


Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015 með áorðnum breytingum.