Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1851
19. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs dags. 11. ágúst sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 5/5 s.l. var samþykkt uppfærð greinagerð ásamt uppdrætti að breyttu aðalskipulagi í Hamranesi. Í breytingunni fólst landnotkunarbreyting við Hamranes. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem S34 (samfélagsþjónusta, 6ha) VÞ11 (verslunar- og þjónustusvæði, 3ha) og ÍB13 (íbúðarsvæði, 14ha). Með breytingunni verður landnotkun svæðisins skilgreind sem M3 (miðbær/miðsvæði), heildarstærð þess verður 23ha. Aðlakipulagsbreytingin var auglýst frá 14/5 til 26/6. Auglýsingatími var framlengdur til 27/7. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna með vísan til 32. gr. skipulagslaga og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls og kemur Ingi til andsvars sem Friðþjófur svarar. Þá kemur Ingi til andsvars öðru sinni.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.