Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 689
19. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Hafnarfjarðarbær leitaði með auglýsingu eftir þróunaraðilum að fyrsta áfanga svæðisins. Auglýst var eftir hópum: arkitektum í samstarfi við hönnuði og byggingaraðila, félagasamtökum, hagsmunahópum o.fl., sem kynnu að hafa áhuga á að koma að áframhaldandi þróun og uppbyggingu þessa svæðis. Samantekt á umsóknum og minnisblað umsókna lögð fram.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja viðræður við umsóknaraðila.

Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar fjölda umsækjanda sem hafa sótt um að koma að þróunarvinnu og uppbyggingu í Hamranes I. Hér þarf að nýta tækifærin til þess að hefja kröftuga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en Hafnarfjörður hefur um nokkurt skeið verið langt á eftir í uppbyggingu íbúða miðað við nágrannsveitarfélögin. Mikilvægt er að í uppbyggingu á svæðinu verði haft að leiðarljósi íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á viðráðanlegu verði og einnig umhverfisvernd og sjálfbærni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra óska bókað: Það er sérstaklega ánægjulegt, eftir mikla vinnu síðsta 1,5 ár, að möguleikar séu að opnast í Hamranesinu, okkar nýja nýbyggingarsvæði. Það er mikilvægt að þar muni rísa húsnæði og íbúðir sem svara þörfum markaðarins og mikilvægt er að horfa sérstaklega til þeirra sem eru að huga að kaupum á sinni fyrstu fasteign.