Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 727
9. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram og kynnt reitaskipting m.t.t. áframhaldandi skipulagsvinnu. Jafnframt eru lögð fram uppfærð gögn varðandi landnotkunarbreytingu á nýbyggingarsvæði Hamraness.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða reitaskiptingu og uppfærðan aðalskipulagsuppdrátt í samræmi við það og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að vinna við úthlutun lóða í næstu reitum Hamranes er að hefjast. Í ljósi þess að staða ungs fólk á húsnæðismarkaði hefur versnað til muna á síðustu árum þá leggur fulltrúi Samfylkingarinnar til að við úthlutun að reitum í Hamranesi verði horft til hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk.
Mikilvægt er að í nýju hverfi Hamranes verði fjölbreytt þjónusta og atvinna í vaxandi hverfi og staðið verði við fyrri áætlanir um að þar verði heilsugæsla og hjúkrunarheimili. Á uppdrættinum sést að ákveðnum reitum er ráðstafað til uppbyggingu skóla og leikskóla en engin lóð sérmerkt hjúkrunarheimili. Úr þessu þarf að bæta hið fyrsta og að lóð verði ráðstafað fyrir hjúkrunarheimili og heilsugæslu í hverfinu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

Það er ánægjulegt að sjá þá þróun sem er að eiga sér stað í Skarðshlíð og Hamranesi. Síðustu lóðunum í Skarðshlíð verður úthlutað á næsta fundi bæjarráðs og góður gangur er í gangi mála í Hamranesi. Fulltrúar meirihlutans taka undir bókun fulltrúa Samfylkingarinnar um mikilvægi þess að þar verði hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og gert verði sérstaklega ráð fyrir uppbygginu hjúkrunarheimilis á svæðinu. Fulltrúar meirihlutans benda þó á mikilvægi þess fyrir samfélagið í heild að í Hamranesi verði fjölbreyttar íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins; unga sem aldna.