Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 710
11. ágúst, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 5/5 s.l. var samþykkt uppfærð greinagerð ásamt uppdrætti að breyttu aðalskipulgi í Hamranesi. Í breytingunni fólst landnotkunarbreyting við Hamranes. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem S34 (samfélagsþjónusta, 6ha) VÞ11 (verslunar- og þjónustusvæði, 3ha) og ÍB13 (íbúðarsvæði, 14ha). Með breytingunni verður landnotkun svæðisins skilgreind sem M3 (miðbær/miðsvæði), heildarstærð þess verður 23ha. Aðlakipulagsbreytingin var auglýst frá 14/5 til 26/6. Auglýsingatími var framlengdur til 27/7. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna með vísan til 32. gr. skipulagslaga og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.