Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1851
19. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
9. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs dags. 11. ágúst sl. Með vísan til bréf Skipulagsstofnunar frá 7/5 s.l. er deiliskipulagið tekið til umfjöllunar á ný. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 5/8 2020. Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.08.2020 um birtingu auglýsingu um gildistöku deiliskipulags fyrir reiti 7,8 og 9. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig Sigurður Þ. Ragnarsson og kemur Ingi Tómasson til andsvars og svarar Sigurður andsvari.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Sigurður Þ. Ragnarsson greiðir atkvæði á móti.

Þá kemur Sigurður Þ. Ragnarsson að svohljóðandi bókun:

Deilskipulag þessara lóða fela í sér enn eina aðförina að einkabílnum. Gert er ráð fyrir að bílastæðahlutfall verði 0,9. Það hefur sýnt sig að við fjölbýli t.a.m. á Völlunum, að þó bílastæðahlutfall sé 1,5 er oft umtalsverður skortur á bílastæðum. Þá stöðu eigum við að forðast og greiði ég því atkvæði gegn umræddu deiliskipulagi.