Barnvænt samfélag, vottun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1825
2. maí, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.apríl sl. Lagt fram samkomulag UNICEF og Hafnarfjarðarbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og fagnar þeim áfanga sem náð er með fyrirliggjandi samkomulagi UNICEF og Hafnarfjarðarbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vísar samkomulaginu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Jón Ingi Hákonarson leggur fram svohljóðandi bókun: Viðreisn fagnar því að Hafnarfjarðarbær hafi undirritað samkomulag við UNICEF um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Innleiðing Barnasáttmálans er og var eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar í Hafnarfirði í kosningunum síðasta vor og því gleðjumst við mikið að sjá þetta mikilvæga mál vera að raungerast. Börnin eiga alltaf að vera í forgangi við stefnumótun og ákvarðanatöku. Barnvænt samfélag er gott samfélag. Viðreisn styður þetta mál af heilum hug.
Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun: Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að samningur um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafi loks verið undirritaður. Það var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 7. desember 2016 sem fulltrúi Samfylkingarinnar flutti tillögu um að óska eftir samstarfi við UNICEF og Akureyrarbæ um að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allt starf, reglur, samþykktir og stefnur sveitarfélagsins með það að markmiði að öðlast vottun sem Barnvænt samfélag. Það er því mikið fagnaðarefni að þessum áfanga hafi loks verið náð. Gert er ráð fyrir að innleiðingarferli taki tvö ár og ef allt gengur að óskum fær Hafnarfjarðarbær viðurkenningu sem barnvænt samfélag haustið 2021.
Sigurður Þ. Ragnarsson leggur fram svohljóðandi bókun: Miðflokkurinn fagnar því að Hafnarfjarðarbær skuli hafa undirritað samkomulag við UNICEF um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi bókun: Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar settu sérstaklega fram í málefnasamningi sínum að lokið yrði við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stefnur og samþykktir bæjarsins. Innleiðing sáttmálans liggur fyrir nú fyrir, strax á fyrsta ári kjörtímabilsins, og því ber að fagna.
Svar

Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig kemur til andsvars Guðlaug Kristjánsdóttir sem og Jón Ingi Hákonarson. Ágúst Bjarni svarar næst andsvari Jóns Inga. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars öðru sinni.

Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Adda María andsvari. Einnig til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Adda María andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni og svarar Adda María andsvari jafnframt öðru sinni. Ágúst Bjarni kemur að stuttri athugasemd og sama gerir Adda María.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.