Barnvænt samfélag, vottun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3491
20. apríl, 2018
Annað
Svar

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Þann 7. desember 2016 lögðum við fram tillögu í bæjarstjórn um að samstarfi yrði komið á við Unicef og Akureyrarbæ við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allt starf, reglur, samþykktir og stefnur bæjarins til að uppfylla kröfur til þess að fá vottun sem Barnvænt samfélag.
Samþykkt var að vísa tillögunni til bæjarráðs þar sem það var tekið til afgreiðslu þann 15. desember sama ár og óskað eftir kynningu um verkefnið og næstu skref í innleiðingu þess frá Unicef. Sú kynning var á fundi bæjarráðs þann 6. apríl 2017 þar sem framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi kynnti hugmyndina um barnvæn samfélög. Á þeim fundi var bæjarstjóra falið að undirbúa stofnun stýrihóps um verkefnið „fyrir haustið“.
Þar sem engin sjáanleg merki eru um frekari afgreiðslu eða framkvæmd þessa máls leggjum við fram eftirfarandi fyrirspurnir.
- Var stýrihópur um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna stofnaður?
- Ef svo er, hvenær var það gert og hvar er sú vinna stödd?
- Ef ekki, hvaða skýringar eru á því?