Barnvænt samfélag, vottun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3537
30. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Farið yfir stöðu málsins.
Lögð fram breyting á erindisbréfi stýrihóps um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs mætir til fundarins.
Svar

Bæjarráð fagnar því að vinnan sé farin af stað, auk þess að hafin sé vinna á fjölskyldu- og barnamálasviði er varðar stuðning við börn á flótta. UNICEF hefur haft aðkomu að verkefninu auk starfsfólks frá mennta- og lýðheilsusviði. Verkefnið felst í því að auka lífsgæði ungmennanna og vinna með þeim að ýmsum verkefnum og athöfnum sem nýtast þeim í lífi og starfi. Ánægjulegt að segja frá því að félagsmálaráðuneytið veitti styrk nú nýverið, kr. 4 milljónir í verkefnið. Að þessu sögðu leggur bæjarráð til brugðist verði ábendingum UNICEF er varðar aðkomu kjörinna fulltrúa meiri- og minnihluta í stýrihópinn og samþykkir að fulltrúar frá ungmennaráði verði fjórir. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og tekur undir bókun fjölskylduráðs um að yfirumsjón verkefnisins verði hjá fjölskyldu- og barnamálasviði í góðu samstarfi við önnur svið eftir því sem við á.