Einkaframkvæmdasamningar, óháð úttekt.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3591
16. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svör við fyrirspurn.
Svar

Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör varðandi einkaframkvæmdasamninga á skólahúsnæði sem gerðir voru á árunum 1998-2002.
Samningarnir renna út á árunum 2024-2027 og því brýnt að farið sé að huga að því hvað muni taka við að þeim tíma loknum.

Samningarnir hafa reynst sveitarfélaginu dýrkeyptir eins og fram kemur í ársreikningum síðustu ára og námu greiðslur vegna þessara leigusamninga t.a.m. 256 m.kr. á árinu 2020. Í ársreikningi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að til loka samninganna muni sveitarfélagið eiga eftir að greiða rúmlega 1,7 ma króna.