Skarðshlíð deiliskipulag 2. áfangi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3468
13. júlí, 2017
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.júlí sl. Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Drangaskarð 3, 7, 11, 15 og Hádegisskarð 12, 16, 20 og 24. Tillagan felst í fjölgun íbúða á hverri þessara lóða um 2 og verða þá alls 6 íbúðir á hverri lóð. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Breyting þessi fellur undir markmið laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á deiliskipulaginu Skarðshlíð 2. áfangi fyrir lóðirnar Drangaskarð 3, 7, 11, og 15 og lóðirnar Hádegisskarð 12, 16, 20, 24 og fellur frá grenndarkynningu þar sem aðeins Hafnarfjarðarbær á hagsmuna að gæta sbr. heimild í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu Skarðshlíð 2. áfangi, fyrir lóðirnar Drangaskarð 3, 7, 11, og 15 og lóðirnar Hádegisskarð 12, 16, 20, 24 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010"
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu Skarðshlíð 2. áfangi, fyrir lóðirnar Drangaskarð 3, 7, 11, og 15 og lóðirnar Hádegisskarð 12, 16, 20, 24 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að fallið sé frá grenndarkynningu þar sem aðeins Hafnarfjarðarbær á hagsmuna að gæta sbr. heimild í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.