Skarðshlíð deiliskipulag 2. áfangi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 647
16. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. janúar sl. voru djúpgámalóðir í Skarðshlíð 2. áfanga til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarráð samþykkti með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga að unnin yrði breyting á skilmálum 2. áfanga Skarðshlíðar er varða meðferð sorps og djúpgámalóðir. Tillaga að skilmálabreytingunni var grenndarkynnt frá 01.03. - 31.03.2018. Athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram umsögn um framkomnar athugasemdir á næsta fundi.