Skarðshlíð deiliskipulag 2. áfangi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 648
30. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. janúar sl. voru djúpgámalóðir í Skarðshlíð 2. áfanga til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarráð samþykkti með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga að unnin yrði breyting á skilmálum 2. áfanga Skarðshlíðar er varða meðferð sorps og djúpgámalóðir. Tillaga að skilmálabreytingunni var grenndarkynnt frá 01.03. - 31.03.2018. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að leggja fram umsögn um framkomnar athugasemdir á næsta fundi. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30/4 2018.
Svar

Við gerð á breytingum á skipulagi Skarðshlíðar 2. og 3. áfanga var horft til vist- og umhverfisvænna þátta, m.a. til flokkunar sorps. Ákveðið var að hverfa frá hefðbundnum sorptunnum við hvert sérbýli og þess í stað ákveðið að gera ráð fyrir djúpgámum á nokkrum stöðum í hverfinu sem gefa aukna möguleika á aukinni flokkun og eru umhverfisvænni lausn en hefðbundnar sorptunnur auk þess að vera ódýrari í rekstri fyrir íbúa og sveitarfélagið.
Athugasemdir hafa komið frá lóðarhöfum um rekstur á djúpgámum og bráðabirgða lausnir með sorptunnur við sérbýlin. Skipulags- og byggingarráð tekur undir með lóðarhöfum að eðlilegt sé að djúpgámarnir séu í eigu og rekstri sveitarfélagsins og ættu því að fylgja uppbyggingu hverfisins enda er gert ráð fyrir því í skipulagsskilmálum að djúpgámarnir verði staðsettir í vistgötum sem eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

Þá bendir skipulags- og byggingarráð á misræmi í texta í skilmálum í kafla 4.6. Sorpflokkun, í útgáfu á vef bæjarins annars vegar og samþykktum skilmálum í skipulags- og byggingarráði og bæjarstjórn hins vegar. Skipulags- og byggingarráð fellst á athugasemdir lóðarhafa um að framkvæmdum við djúpgáma verði ekki frestað. Skipulags- og byggingarráð samþykkir athugasemdir lóðarhafa um að ekki verði frestað framkvæmdum við djúpgáma og fellur frá samþykkt sinni um breytingu á skilmálum í Skarðshlíð frá 23. jan. 2018.