Álverið í Straumsvík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1842
19. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Til umræðu.
Svar

Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.

Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson.

Næst tekur til máls Jón Ingi Hákonarson.

Friðþjófur Helgi Karlsson tekur næst til máls.

Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

Helga Ingólfsdóttir tekur til máls öðru sinni.
Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Fundarhlé gert kl. 14:30
Fundi fram haldið kl. 14:42

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af þeirri óvissu sem hefur skapast um starfsemi álversins í Straumsvík en þar er um að ræða rótgróið fyrirtæki sem margir Hafnfirðingar byggja afkomu sína á.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi að vinna að því að Ísland verði samkeppnishæft fyrir fyrirtæki sem nýta umhverfisvæna orku fyrir starfsemi sína.

Samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.