Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 709
30. júní, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tenging Herjólfsbrautar við Álftanesveg.
Svar

Ákvörðun Garðabæjar um lokun Garðahraunsvegar (gamla Álftanesvegar) eru mikil vonbrigði og vekur furðu bæði hvað Hafnfirðinga varðar svo og íbúa Garðabæjar sem hafa nýtt sér þessa leið um Herjólfsbraut. Skipulags- og byggingarráð, bæjarstjórn Hafnarfjarðar ásamt íbúum Norðurbæjar og Hleina mótmæltu harðlega árið 2016 fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu Garðahrauns þar sem gert var ráð fyrir þessari lokun sem var samþykkt árið 2017. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að Herjólfsbraut tengist við nýjan veg yfir á nýja Álftarnesveg, í nýsamþykktu aðalskipulagi Garðabæjar er þessi tenging tekin út af skipulagi. Lokun vegarins mun hafa veruleg áhrif á ferðir íbúa Norðurbæjar, Hleinahverfis og heimilis- og starfsmenn Hrafnistu. Fyrirséð er að við þessa ákvörðun Garðabæjar mun umferð aukast um Hafnarfjörð og þá sér í lagi um Norðurbæ. Skipulags- og byggingarráð felur Umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur til mótvægis við áhrifa lokunar Garðahraunsvegar.