Jafnréttisáætlun, Jafnréttis- og mannréttindastefna samþ. feb 2017.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1779
1. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl. Kynning starfshóps á jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Framlögð jafnréttisstefna lögð fram til samþykktar.
Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri kemur á fundinn.
Bæjarráð samþykkir framlagða jafnréttis- og mannréttindastefnu með áorðnum breytingum og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar. Jafnréttisstefna var samþykkt 2007, uppfærð 2011 og nú aftur 2017.
Svar

Kristinn Andersen 2. varforseti bæjarstjórnar tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða jafnréttis- og mannréttindastefnu með áorðnum breytingum.