Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3609
22. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 20.september sl. Skipað að nýju í verkefnastjórn hjúkrunarheimilisins á Sólvangi. Verkefnastjórn um uppbyggingu á Sólvangsreitnum hefur starfað í umboði Bæjarráðs í tvö kjörtímabil og Fjölskylduráð beinir ósk til Bæjarráðs að skipað verði að nýju í verkefnastjórnina til þess að fylgja eftir þeim verkefnum sem er ólokið á reitnum.
Svar

Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúi Viðreisnar leggur til að starfshópurinn verði skipaður fulltrúum allra flokka til að gæta að þess að raddir allra kjósenda sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn heyrist.

Fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Viðreisnar og eru reiðubúnir til að fjölga um einn fulltrúa í verkefnastjórn þannig að svo megi verða.

Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans benda á að í nefndum og starfshópum bæjarins er niðurstaða kosninga virt og venjan hefur verið að í tilvikum sem þessum skipti minnihlutinn hverju sinni með sér sætum. Því er vísað til fulltrúa minnihlutans að ná niðurstöðu um skiptingu fulltrúa í starfshópum sem þessum.

Framkomin tillaga frá fulltrúa Viðreisnar er næst borin upp til atkvæða og er hún felld þar sem allir fulltrúar bæjarráðs sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúi Viðreisnar leggur næst til svohljóðandi tillögu:

Í ljósi þess að Viðreisn fær ekki einn flokka að sinna lýðræðislegri skyldu sinni og þar með útiloka rödd Viðreisnar frá vinnu við stefnumótun þá leggur Viðreisn til að starfshópurinn verði einungis skipaður þremur fulltrúum, tveimur frá meirihluta og einum frá Samfylkingu. Með þessu móti má þá spara peninga fyrir bæjarsjóð.

Er framkomin tillaga næst borin upp til atkvæða og er hún samþykkt með 3 atkvæðum frá fulltrúum meirihluta en fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn tilögunni.

Bæjarráð skipar eftirfarandi aðila í verkefnastjórn vegna hjúkrunarheimilis:

Ásgeir Harðarson, fulltrúi meirihluta.
Helga Ingólfsdóttir, fulltrúi meirihluta
Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi minnihluta