Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3438
30. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á 3436. fundi bæjarráðs 14.06.2016 óskuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna svars við eftirfarandi fyrirspurn: Tvö ár eru nú liðin frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar stöðvuðu framkvæmdir við hjúkrunarheimili í Skarðshlíð og lögðu til að uppbygging öldrunarþjónstu ætti að eiga sér stað á Sólvangsreit. Hönnun á hjúkrunarheimili í Skarðshlið var þá lokið og áætlað að það gæti opnað í ársbyrjun 2016. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili í Hafnarfirði og nú hefur fundur í verkefnastjórn ekki verið haldinn í tvo mánuði. Þá hafa ekki borist niðurstöður frá kærunefnd útboðsmála vegna hönnunarútboðs. Í ljósi þessa óska fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins og framkvæmdaáætlun.
Lagt fram minnisblað.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir á fundinn.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
    Ef fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hefðu ekki slegið byggingaráform á hjúkrunarheimili í Skarðshlíð út af borðinu væri hjúkrunarheimilið komið í notkun nú þegar. Við hörmum framferði fulltrúa meirihlutans í málinu þar sem hagsmunir þjónustunotenda hafa augljóslega orðið undir í pólitískum hrossakaupum meirihlutaflokkanna. Eins og staðan er í dag er allt útlit fyrir að nýtt hjúkrunarheimili muni ekki rísa í Hafnarfirði fyrr en vorið 2018 í fyrsta lagi, rúmum tveimur árum síðar en upphaflegar áætlanir voru um.