Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3483
11. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf til heilbrigðisráðherra dags. 2.jan. sl., ósk um fjölgun hjúkrunarrýma við Sólvang.
Svar

Fundarhlé gert kl. 11:00


Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma það hvernig fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafa staðið að málum varðandi uppbyggingu á hjúkrunarheimili í Hafnarfirði. Þrátt fyrir margra ára undirbúningsvinnu og umtalsverða fjárfestingu ákvað meirihlutinn strax í upphafi þessa kjörtímabils að rjúfa þá þverpólitísku samstöðu sem verið hafði um byggingu hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og þjónustuíbúða fyrir aldraða á Völlum allt frá árinu 2006, og setti þar með verkefnið á byrjunarreit. Gífurlegir fjármunir hafa tapast og hugmyndum um fjölgun rýma ítrekað verið hafnað af hálfu ráðuneytis, enda ljóst frá upphafi að núverandi húsnæði Sólvangs hentaði ekki fyrir hjúkrunarrými sem uppfyllir nútímakröfur. Hefði upphaflegum áformum verið fylgt eftir hefði nýtt hjúkrunarheimili tekið til starfa snemma árs 2016 og staða málaflokksins allt önnur og betri en raun ber vitni.

Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 11:13.

Fundi fram haldið kl. 11:15.


Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks benda á að andstætt því sem fram kemur í bókun minnihlutans, hafa samskipti við ráðuneyti vegna framtíðarnýtingar Sólvangs verið jákvæð eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins frá 24. júlí sl., þar sem ráðuneytið lýsir yfir vilja til að skoða fjölgun rýma. Einnig hefur nýlega verið samþykkt fjölgun dagdvalarrýma úr 8 í 14 eftir áralangan þrýsting þar um. Meirihluti bæjarstjórnar mun áfram beita sér fyrir metnaðarfullri uppbyggingu öldrunarþjónustu í bænum í áframhaldandi virku samtali við heilbrigðisráðuneytið.



Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
  • Sjálfstæðisflokkur, Framtíð
    Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks benda á að andstætt því sem fram kemur í bókun minnihlutans, hafa samskipti við ráðuneyti vegna framtíðarnýtingar Sólvangs verið jákvæð eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins frá 24. júlí sl., þar sem ráðuneytið lýsir yfir vilja til að skoða fjölgun rýma. Einnig hefur nýlega verið samþykkt fjölgun dagdvalarrýma úr 8 í 14 eftir áralangan þrýsting þar um. Meirihluti bæjarstjórnar mun áfram beita sér fyrir metnaðarfullri uppbyggingu öldrunarþjónustu í bænum í áframhaldandi virku samtali við heilbrigðisráðuneytið.