Blindrafélagið, lögblindir íbúar Hafnarfjarðar, ferðaþjónusta, útfærsla og fyrirkomulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1844
18. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 13.mars sl. Á fundi fjölskylduráðs þann 28.02.2020 var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir. Samningurinn sendur til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn fór yfir samninginn á fundi sínum 04.03.2020 og lagði fulltrúi Bæjarlistans fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að ákvæði um tilgang og eðli ferða fatlaðs fólks verði tekin út úr samningum um ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins. Ákvæði eins og í fyrirliggjandi samningi, þar sem segir: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að leggja stund á nám, sækja vinnu, heilbrigðisþjónustu, hæfingu og endurhæfingu og taka þátt í tómstundum." Fulltrúi Bæjarlistans leggur til að þessi setning verði tekin út úr plagginu eða mögulega skipt út fyrir texta á borð við: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar."
Bæjarstjórn samþykkti þessa tillögu og vísaði aftur inn í fjölskylduráð. Búið er að breyta þessari setningu í samræmi við tillöguna.
Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir.
Samningurinn sendur til staðfestingar í bæjarstjórn með fyrirvara um samþykki Blindrafélagsins á breytingu á samningi.
Svar

Til máls tekur Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um aksturþjónustu.