Markaðsstofa Hafnarfjarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1744
29. apríl, 2015
Annað
Fyrirspurn
12.liður úr fundargerð BÆJH frá 24.apríl sl. Tekið fyrir að nýju. Lögð fram eftirfarandi tillaga: "Bæjarráð styður hugmyndir undirbúningshóps um stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sem tók til starfa í framhaldi opins fundar um málið í Hafnarborg 17. mars sl. Þar er gert ráð fyrir undirbúningsáfanga til 6 mánaða, þar sem starfsemin verður mótuð, aflað verður þátttakenda að verkefninu og fyrstu viðfangsefnum ýtt úr vör. Fyrir árslok verði Markaðsstofan formlega stofnuð á grunni undirbúningsvinnunnar.
Bæjarstjóra er falið að vinna með fulltrúum hópsins að undirbúningsáfanganum og bæjarráð leggur til að Hafnarfjarðarbær veiti verkefninu stuðning með fjárframlagi að upphæð 6,0 mkr. og starfsaðstöðu meðan á undirbúningsáfanganum stendur. Auglýst verði eftir verkefnisstjóra og hann starfi undir stjórn verkefnishóps sem skipaður verði 4 fulltrúum undirbúningshópsins og 3 fulltrúum tilnefndum af bæjarráði 6 mánaða.
Verkefnishópurinn er ólaunaður. Bæjarráð verði áfram upplýst um framvindu verkefnisins."
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra jafnframt að leggja fram erindisbréf fyrir verkefnishópinn sem liggi fyrir á fundinum.
Jafnframt er óskað eftir að tilnefningar í verkefnishópinn liggi fyrir fundi bæjarstjórnar.
Svar

Kristinn Andersen tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson,Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.

Ófeigur Friðriksson tók síðan til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari, Ófeigur Friðriksson svaraði andsvari, Kristinn Anderen kom að andsvari öðru sinni.

Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls öðru sinni og lagði fram breytingartillögu þess efnis að verkefnisshópurinn yrði launaður, Kristinn Andersen kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framkomna breytingartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti síðan fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum með 11 samhljóða atkvæðum.

Framkomu eftirfarandi tilnefningar í verkefnishópinn:
Kristín María Thoroddsen
Pétur Óskarsson
Sigurbergur Árnason
Linda B. Hilmarsdóttir
Karl Guðmundsson
Ólafur Þór Ólason
Heiðdís Helgadóttir

Þetta eru jafn margir og tilnefnda skal og staðfestir bæjarstjórn Hafnarfjarðar tilnefningarnar.