Borgarlína
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 710
11. ágúst, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram frumdrög fyrsta áfanga Borgarlínu. Óskað er að ábendingar berist fyrir 17. ágúst 2020.
Svar

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Við ítrekum ánægju okkar með löngu tímabæran samgöngusáttmála fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna mjög margar brýnar framkvæmdir og við Hafnfirðingar sjáum nú loks fram á raunverulegar samgöngubætur. Það er hins vegar mikilvægt í þessu, eins og öðru, að þær framkvæmdir og sá kostnaðarrammi sem bæði sveitarfélögin og ríki vinna eftir sé nákvæmur og að eftirlit með framkvæmdum sé bæði virkt og gott. Líkt og fram hefur komið er gert ráð fyrir að heildarkostnaður vegna borgarlínuverkefnisins í samgöngusáttmálanum verði um 50 milljarðar króna. Það kemur hins vegar ekkert fram um kostnað við 1. áfanga (Ártúnshöfði - Hamraborg) í þeim frumdrögum sem hér um ræðir og óskum við eftir frekari gögnum og upplýsingum um þann þátt verkefnisins. Að öðru leyti gerum við ekki athugasemdir við frumdrögin eins og þau liggja fyrir, en leggjum jafnframt til að verkefnastjóri komi og kynni verkefnið fyrir skipulags- og byggingaráði svo fljótt sem verða má.