Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1857
11. nóvember, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.nóvember sl. Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á skilmálum greinargerðar Norðurbakka.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gera skuli óverulega breytingu á greinargerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005 með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og hún skuli grenndarkynnt. Er málinu vísað til staðfestingar Hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.
1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 6.nóvember sl. 1. 1407063 - Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á skilmálum greinargerðar Norðurbakka. Á fundinn mætti Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi.
Hafnarstjórn samþykkir óverulega breytingu á greingerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005 með vísan til 2. mgr. 43.gr skipulagslaga og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Sigrún Sverrisdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og svarar Sigrún andsvari. Einnig kemur Helga Ingólfsdóttir til andsvars.

Rósa Guðbjartsdóttir vék af fundi kl. 15:00 og í hennar stað mætti til fundarins Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs.